Sundhöll Ísafjarðar

Sundhöll Ísafjarðar, hönnuð af Guðjóni Samúelssyni var vígð árið 1946. 70 árum síðar var haldin samkeppni um endurhönnun hennar og umhverfis við Austurveg. Áhersla var lögð á útisvæði og endurbætur á aðstöðu. Með tillögu að endurhönnun sundhallarinnar er lagt upp með að nálgast þessa merku byggingu í hjarta bæjarins af virðingu og samtímis að laga hana að breyttum aðstæðum á aðlaðandi, nútímalegan og hagkvæman hátt. Með endurskipulagningu núverandi húsnæðis og nýrri viðbyggingu er leitast við að fanga dagsbirtu á fjölbreyttan hátt og skapa notalegt og aðgengilegt rými. Nýtt útisvæði með margvíslegri aðstöðu mun auka notagildi sundhallarinnar og upplifun gesta.

Dagsetning

2017

Viðskiptavinur

Ísafjarðarbær

1. verðlaun
Opin samkeppni 2016
Verkkaupi: Ísafjarðarbær
Samkeppni í samstarfi við AÍ