logo
Verkefni
Fyrirtækið
Greinar
Hafa samband

Einkagarður í Vesturbæ Reykjavíkur

Húsið er þriggja hæða steinhús og er teiknað af Einari Erlendssyni 1926.
Endurbætur náðu til alls hússins og í framhaldinu var garðurinn endurhannaður og lauk framkvæmdum við hann 2017. Öfugt við húsið þá var garðurinn í fremur lélegu ástandi og lítið til að byggja á. Ákveðið var að gera garðinn nútímalegan en enduróma um leið tiltekin gæði götumyndar og arkitektúr hússins. Einkennandi steypt handrið við útitröppur eru t.a.m. látin halda sér þótt nýjar tröppur hafi verið steyptar með mun minni halla. Þá var nýr lóðaveggur steyptur á framlóð og garðhýsi reist á baklóð.

Dagsetning

2016

Viðskiptavinur