Leikskóli í Helgafellshverfi

Hönnun nýbyggingar og lóðar, 2021-2023. Leikskóli á einni og tveimur hæðum. Bygging ásamt tilheyrandi útileiksvæðum er löguð að miklum landhalla til suðvesturs, um 10 metrar innan lóðar. Í leikskólanum eru fimm deildir fyrir samtals 150 börn, þrjár á neðri hæð og tvær á efri hæð með sjálfstæðar aðkomur beint frá lóð.
Leikskólalóðin er tvískipt og er lóð fyrir efri hæð leikskólans á þaki einnar hæðar hluta skólans.
Leikskólabyggingin er steinsteypt, útveggir klæddir ál- og timburklæðningu.

Dagsetning

2025

Viðskiptavinur

Mosfellsbær

Leikskólinn Sumarhús Vefarastræti 2-6 Mosfellsbæ.

Aðalhönnuður byggingar: Kanon arkitektar

Lóðarhönnun: Kanon arkitektar

Heildarstærð byggingar: 1700 m²

Lóðarstærð: 5899 m²