Sementsreiturinn á Akranesi

Verkkaupi: Akraneskaupstaður
Kynnt á íbúafundi í október 2015

Sumarið 2015 fól starfshópur um framtíðarskipulag Sementsreitsins á Akranesi þremur arkitektastofum að vinna tillögur að rammaskipulagi fyrir reitinn. Hver stofa vann tvær tillögur; annarsvegar skyldu öll núverandi mannvirki á reitnum rifin og hinsvegar skyldi haldið í hluta þeirra. Tillögurnar voru kynntar á almennum íbúafundi í október 2015.

Tillögur Kanon arkitekta hafa báðar það meginmarkmið að fella nýtt byggðarmynstur að núverandi byggðamynstri miðbæjarsvæðisins og nýta sem best hæðarmismun og landgæði svæðisins. Lögð er áhersla á að skapa góð tengsl við Akratorg, Langasand og hafnarsvæðið.

Tillaga A (allt rifið) gerir ráð fyrir blandaðri byggð 2-3 hæða fjölbýlis og atvinnuhúsnæðis vestast og íbúðarbyggð austast. Samtals um 800 íbúðir og allt að 13.000 m2 undir atvinnustarfsemi.

Tillaga B varðveitir hluta núverandi bygginga s.s. skorstein, ofnhús, skrifstofur, færibandahús og tvo sementstanka. Að auki eru hlutar burðarvirkis efnisgeymslunnar varðveittir til þess að ramma inn nýjan “upplifunargarð”. Þessi mannvirki eru felld inn í nýtt byggðamynstur blandaðrar 2-5 hæða byggðar. Samtals um 650 íbúðir í fjölbýli og allt að 21.000 m2 undir atvinnustarfsemi.

Greinargerð / hefti tillaga A

Greinargerð / hefti tillaga B

 

 • 15-06-10002_A_med_eyju
 • A_Nordur
 • A_Eyja
 • Untitled
 • A_Hafnarsvaedi_m_him
 • A_Hafnarsvaedi2
 • A_Torg
 • A_Vestur
 • A_Midsvaedi
 • A_Gardsvaedi
 • A_Smabatahofn
 • A_Fra eyju
 • 15-06-10003_B
 • B_Nordur
 • Untitled
 • B_Hafnarsv
 • B_Sudur
 • B_Sudur2
 • B_Nordur2
 • B_Hotel
 • B_Faxabraut v. kynningar copy
 • B_Torg
 • B_Fra sjo