Lambastaðahverfi

Deiliskipulag samþykkt 2013

Verkkaupi: Seltjarnarnesbær

Stærð deiliskipulagssvæðis: 12,5 ha

 

Deiliskipulagið miðar að umhverfisbótum og markvissri þróun núverandi byggðar Lambastaðahverfis á Seltjarnarnesi. Áhersla er lögð á að varðveita sérstöðu hverfisins, styrkja gott og fallegt heildaryfirbragð og leyfa sérkennum og skemmtilegum margbreytileika byggðar og náttúru að njóta sín.

Fyrsti vísir að þéttbýli á framanverðu Seltjarnarnesi var í landi Lambastaða á fyrri hluta síðustu aldar. Fyrst byggðist Lambastaðabraut og vesturhluti Tjarnarstígs ásamt nokkrum húsum við Nesveg. Síðan þéttist byggðin og Lambastaðatúnið fór undir byggð.

Á skipulagssvæðinu er fremur þétt íbúðarbyggð í göngufæri við verslun og þjónustu. Umhverfið er margbreytilegt, nálægð við sjó og fjölbreytta, lífmikla fjöru allt frá Melshúsabryggju um Lambastaðavör og Lambastaðagranda að bæjarmörkum við Reykjavík.

  • 1
  • 2
  • 4
  • deiliskipulag
  • 3
  • skyringarmynd