Gróinn garður á Seltjarnarnesi

Breytingar á lóð 2011

Hér er um að ræða gróna lóð á fremur skjólgóðu svæði á norðanverðu Seltjarnarnesi. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni um 1980 og lóðarhönnun frá sama tíma var unnin af Auði Sveinsóttur landslagsarkitekt. Endurbætur á lóð voru gerðar í byrjun nýrrar aldar af Birki Einarssyni landslagsarkitekt. Þær fólust í endurbótum á göngutengingu milli tveggja dvalarsvæða garðsins. Breytingarnar 2011 fólu í sér endurgerð og stækkun kvöldsvæðis, endurnýjun yfirborðs auk lagfæringa og viðbóta við núverandi skjólgirðingar. Þá var allur gróður yfirfarinn og nýjum plöntum plantað í samræmi við breyttar áherslur.

  • 1
  • 6
  • 2
  • 5
  • 4
  • 3