Vesturbugt Reykjavík

2016 – 2017

Samkeppnisviðræður fyrirtækja við Reykjavíkurborg vegna uppbyggingar við Vesturbugt.

Verkkaupi og ábyrgðaraðili: Jáverk ehf

Samstarfsverkefni Ask arkitekta, a2f arkitekta, Kanon arkitekta og teiknistofunnar Traðar.

Úr greinargerð:

Vesturbugt er nýtt hverfi milli hafnar og borgar á samnefndum stað við Reykjavíkurhöfn. Markmiðið er að byggja upp fjölbreytt samfélag í Vesturbugt. Þjónusturými eru víða á jarðhæðum og íbúðir á efri hæðum. Ákvæði deiliskipulags setur ákveðnar línur hvað varðar útfærslu hverfisins. Skemmtileg nýjung sem kallar á óhefðbundnar útfærslur og lausnir eru að húsin í hverfinu afmarka fjölbreytta flóru borgarrýma, götur, sund, stígar og torg eru opin öllum almenningi. Blöndun þjónusturýmis og íbúðarhúsnæðis í sama húsi er heldur ekki hefðbundið fyrirkomulag í hverfum Reykjavíkur utan miðborgar. Það kallar á frumlegar lausnir hvað varðar dvalarstaði íbúa, umferðarrými, hljóðvist og aðgengi. Fjölbreytt starfsemi skapar forsendur fyrir lifandi borgarsamfélagi.

Greinargerð

 • Yfirlit dagur_02
 • Kvoldmynd_02
 • Yfirlitsmynd
 • Asyndir a og b
 • Asyndir
 • F1
 • U11
 • I2
 • U3-crop
 • I1
 • Milli husa kvold
 • Midrymi
 • I3
 • Millisvaedi 5