Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Samkeppni 2012

Verkkaupi: Háskóli Íslands

Samkeppni í samstarfi við AÍ

 

(úr greinargerð með tillögu)

Meginhugmynd byggir á tveimur grunnformum sem kallast á og hafa stefnur aðlægrar byggðar – Háskólabíós og annarra háskólabygginga. Þar sem grunnformin mætast, opnast byggingin út og upp á milli hæða. Þar fer saman flæði birtu og fólks um innganga og almenning.

Skipting milli grunnformanna tveggja gefur kost á skýru fyrirkomulagi margslunginnar starfsemi stofnunarinnar.  Við mót þeirra –  almenninginn  – verður vettvangur fyrir móttökur og þekkingarmiðlun á götuhæð og skapandi samskipti og skörun milli fræðslu, kennslu og rannsókna á efri hæðum.

Greinargerð

  • REF-svf-mynd 1d
  • REF-SVF-Mynd frá garði-inni
  • REF-SVF-Mynd frá suðri-1