Sendiherrabústaður í Berlín

Opin hönnunarsamkeppni 2003

Verkkaupi: Utanríkisráðuneytið

Samkeppni í samstarfi við AÍ

Tillaga að sendiherrabústað í grónu og fallegu umhverfi nálægt miðborg Berlínar. Byggingin er einföld í formi og efnisvali. Hún hefur sterk sérkenni en fellur engu að síður vel að umhverfi sínu. Tveir L-laga hlutar byggingar mynda heildarform húss. Í öðrum hlutanum er heimili sendiherra en í hinum er gert ráð fyrir opinberri starfsemi. Íslensk listaverk og minni eru notuð til að tengja bústaðinn og umhverfi hans við Ísland. Garður umhverfis húsið hefur tilvísanir í íslenska náttúru.

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6