Rammaskipulag Reykjanesbæjar
Rammaskipulag samþykkt 2003
Verkkaupi: Reykjanesbær
Eftir sameiningu sveitafélaganna Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafnahrepps 1994 í eitt bæjarfélag, Reykjanesbæ, blasti við það verkefni að tengja þau saman í öfluga heild. Rammaskipulagið var unnið 2002 – 2003 og er stefnumótun og markmiðssetning fyrir þróun núverandi byggðar og uppbyggingu framtíðarbyggingarsvæðis Innri Njarðvíkur að bæjarmörkum til austurs. Þar er mörkuð skýr stefna og sett fram heildarsýn í uppbyggingu alls bæjarfélagsins. Bent er á leiðir til að bæta og þétta eldri byggð og skapa ný hverfi í góðu samhengi við hana. Áhersla er lögð á mótun bæjarrýmis og samhengi byggðar um lífæð.
Áhersluatriði rammaskipulags:
Mótun bæjarrýmis / yfirbragð bæjarins
Þéttleiki / samsetning byggðar
Umferð / umhverfismál