Nýr Landspítali – samkeppni

1. verðlaun

Lokuð samkeppni 2010

Verkkaupi: NLSH ohf.

Samkeppni í samstarfi við AÍ

 

Tillaga SPITAL hönnunarteymis varð hlutskörpust í samkeppni fimm hönnunarhópa um frumhönnun nýs Landspítala – Háskólasjúkrahúss. Fyrirtækin sem standa að SPITAL eru: ASK arkitektar, Bj.Snæ arkitektar, Efla verkfræðistofa, Kanon arkitektar, Lagnatækni, Landark, Norconsult, Ratio arkitekter og Teiknistofan Tröð. Meginmarkmið tillögunnar er að skipulag, nýbyggingar og starfsemi á Landspítalalóð lagi sig að borginni og styrki borgarmyndina. Nýbyggingar mynda öflugt bæjarhverfi með gróskumikilli starfsemi. Lóðinni verður mörkuð sérstaða í borginni, en hún verður jafnframt samofinn og órjúfanlegur hluti hennar. Uppbyggingin tekur mið af nærumhverfi í byggðarmynstri, hlutföllum og yfirbragði. Massar eru brotnir upp og mótaðir sem stök hús í bæjarumhverfi með götum, torgum og görðum. Hefðbundið borgarskipulag, byggt á grunnhugmynd randbyggðar og gatnanets, þar sem þétt byggð í hóflegri hæð myndar gott bæjarrými.

 • 1
 • 6
 • 2
 • 5
 • 3
 • 4
 • AFST
 • 7
 • 8
 • uppdrattur1
 • uppdrattur2
 • snid