Nýr Landspítali – deiliskipulag
Deiliskipulag samþykkt 2013
Verkkaupi: NLSH ohf.
Stærð deiliskipulagssvæðis: 16,5 ha
Lóð Landspítala: 14 ha
Núverandi húsnæði: 73.600 m²
Nýbyggingar fyrsta áfanga: 97.500 m²
Nýbyggingar síðari áfanga: 54.000 m²
Deiliskipulagið grundvallast á verðlaunatillögu SPITAL frá 2010 og er unnið undir merkjum SPITAL. Það rúmar nútímalegt háskólasjúkrahús, tengt eldri byggð og starfsemi með sveigjanlegri, áfangaskiptri uppbyggingu og þróunarmöguleikum til framtíðar.
Á Landspítalalóðinni verður framtíðaruppbygging Landspítalans og Háskóla Íslands ásamt stærstum hluta núverandi húsnæðis. Ný byggð, tveggja til sex hæða, í stefnu núverandi mannvirkja Landspítalalóðar er samofin aðliggjandi byggð. Borgarskipulag, byggt á grunnhugmynd randbyggðar og gatnanets. Miðsvæðis er aðaltorgið með gamla Landspítalann í öndvegi. Leitast er við að draga úr þörf einkabílsins í umhverfisvænu deiliskipulagi.