Nýbygging Landsbankans Austurbakka

Boðskeppni 2017-2018

Verkkaupi: Landsbanki Íslands hf

Haustið 2017 var sjö arkitektateymum boðið að vinna frumtillögur að hönnun nýbyggingar Landsbankans við Austurbakka 2. Kanon arkitektar í samstarfi við Teiknistofuna Tröð var eitt þeirra teyma.

Samspil glerveggja við ljósa möskvaklæðningu gefur nýbyggingu Landsbankans sérstöðu. Útveggir eru úr gleri sem er skermað af til að draga úr áhrifum sólar og innsýn frá öðrum byggingum á skrifstofuhúsnæðið. Þar eru útveggir tvöfaldir, auk glerveggja er ytri skermur úr ljósum möskvateygðum rafbrynjuðum álplötum. Möskvateygðar plöturnar mýkja dagsbirtuna og dempar gagnsæi og eru möskvar misstórir eftir aðstæðum. Stærri op eru víða og glæða ásýnd lífi. Við aðalinngang er merki Landsbankans skorið út úr möskvaklæðningunni.

Úr umsögn um tillöguna:

“Skemmtileg tillaga með ýmsum áhugaverðum útfærslum. Tillagan hefur látlaust yfirbragð með fíngerðu útliti sem skapar áhugaverða andstöðu við aðliggjandi byggingar.”

 • A-Persp uti-2-tilbuid
 • A-Persp uti-1-tilbuid
 • inni-tilbuid
 • A-Afstodumynd
 • A-H1
 • A-H2
 • A-H3
 • A-H4
 • A-H5
 • A-K1
 • A-K2
 • A-Vestur
 • A-Vestur
 • A-Vestur
 • A-Vestur
 • A-Snid A-A
 • A-Snid B-B 200
 • A-H1 200
 • A-Utlit stækkad
 • NewMuseum_06_533x800