Miðbær Seltjarnarness

1. verðlaun

Hugmyndasamkeppni um skipulag 2015

Verkkaupi: Seltjarnarnesbær

Samkeppnin náði til þriggja reita á krossgötum bæjarins við gatnamót Suðurstrandar og Nesvegar. Markmiðið var að tengja reitina í eina heild og efla miðbæinn.

Úr greinargerð með tillögu:

Nýr miðbær Seltjarnarness er í lykilaðstöðu til að verða miðstöð þjónustu og mannlífs bæði fyrir Seltjarnarnes og vesturhluta Reykjavíkur. Með tillögunni er staðarandinn styrktur á grunni núverandi byggðar. Ný byggð er prjónuð við þá sem fyrir er og þannig er mótað nýtt umhverfi sem virkjar núverandi byggð og almenningsrými. Skapaður verður nýr og aðlaðandi miðbær sem mun styrkja bæjarsamfélagið og draga að sér fólk og fyrirtæki.

Meginhugmynd nýs miðbæjartorgs er að opna Eiðistorg til suðurs og vesturs og fanga sólaráttir og miðbæjarmannlíf Nesvegar og aðliggjandi bæjarrýmis. Nýja miðbæjartorgið samanstendur af endurbættu Eiðistorgi og nyrsta hluta Nesvegar, nýju Nestorgi og Suðurtorgi sem tengist aðkomugarði í bílgeymslu.

Greinargerð / hefti tillögu

  • 15-17-afstodumynd
  • 15-17 LAYOUT
  • 15-17 LAYOUT
  • 15-17 LAYOUT
  • 15-17 LAYOUT
  • 15-17 LAYOUT
  • A5-Sheet Title
  • A5-Sheet Title