Miðbær Garðabæjar

1. verðlaun

Blönduð hugmyndasamkeppni 2002

Verkkaupi: Garðabær

Samkeppni í samstarfi við AÍ

 

Hugmyndasamkeppni um miðbæ Garðabæjar. Boðskeppni valinna aðila og jafnframt opin hugmyndasamkeppni. Kanon arkitektar nýttu þátttökurétt í opinni keppni og báru sigur úr býtum. Úr lýsingu samkeppnistillögu: “Í nýjum miðbæ tekur eitt bæjarrýmið við af öðru og fléttast saman í áhugaverða heild. Tvær nýbyggingar afmarka nýja bæjartorgið. Þær mynda sín á milli göngugötu, megingönguleið úr vestri að torginu. Göngugatan myndar aðdraganda að torginu, hugsuð sem brú milli bæjarins og torgsins, til þess ætluð að skapa eftirvæntingu vegfarandans. Hún er afmörkuð á báða vegu af verslanagluggum og veitinga-/kaffihúsum á jarðhæð. Aðgengi er um trjágarð að bílgeymslu undir nýbyggingum. Íbúðir verða á efri hæðum. Göngugatan víkkar eftir því sem nær dregur torginu þar til það blasir við, með ráðhústurninn andspænis mynni götunnar.”

  • 1
  • afst
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • samsett2
  • SNID1
  • SNID2