Mánatún 1-21 – lóð

Unnið fyrir Mánatún hf

Verkkaupi 2004 – 2008: ÍAV

Stærð lóðar: 10.500 m²

Lóðin tilheyrir fjölbýlishúsum sem hönnuð eru af Kanon arkitektum. Einkennandi fyrir skipulag reitsins (deiliskipulag Kanon arkitekta og Teiknistofunnar Traðar) er hlutfallslega mikill byggingamassi og góð tengsl við nærumhverfið. Lóðarhönnunin byggir á þessum þáttum. Skýr afmörkun er gerð á milli garðrýma í einkaeigu og sameignar. Sameignarrýmin eru aðgengileg almenningi og það hefur áhrif á útfærslu þeirra. Umferð bíla og gangandi vegfarenda er í jöðrum svæðisins. Stakstæð tré og trjáraðir á jaðarsvæðum eru rýmismyndandi, gefa götumyndum fallegt yfirbragð og virka einnig sem mótvægi við sterk form íbúðabygginga. Á miðsvæði er allt að 1200 m² timburpallur sem hefur í senn hlutverk leiksvæðis, setsvæðis, garðsvæðis og samkomusvæðis fyrir íbúa og almenning.

  • 10-24-19.02.13 Mánatún www+app
  • 3-5
  • 13
  • vesturendi