Kringlan – hugmyndasamkeppni

1.verðlaun

Hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu Kringlusvæðis

Verkkaupi: Reitir og Reykjavíkurborg í samstarfi við AÍ

Kringlusvæðið afmarkast af Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Listabraut og eystri hluta Kringlugötu. Markmið samkeppninnar var að þróa og efla svæðið sem eitt mikilvægasta verslunar- og athafnasvæði borgarinnar, fjölga íbúðum og þétta byggð nærri efldum almenningssamgöngum.

Staðsetning svæðisins í borginni er einstök og til þess fallin að þróa nútímalegt og lífvænlegt borgarumhverfi í samhljómi við hverfin í kring.

Hugmynd tillögunnar er að byggja nýtt borgarhverfi, þar sem margbreytileikinn fær notið sýn. Verslunarmiðstöðin Kringlan er styrkt, stækkuð og opnuð í borgarrýmið og verður virkur hluti borgarmannlífsins. Byggt er á grunnhugmynd randbyggðar og gatnanets með þéttri blandaðri byggð í hóflegri hæð. Nýbyggingar laga sig að byggingum sem fyrir eru og styrkja götumynd. Opnun gatnakerfis í borgarumhverfið auðveldar og eflir aðgengi um Kringlusvæðið sem hverfi í borg. Samtengd útirýmin verða kjörinn viðkomustaður í daglegu lífi borgarbúa.

Greinargerð

  • 17-20-P-Sketchup 1
  • 17-20-P-Afstodumynd 1-1000
  • 17-20-P-Skyringamynd 1
  • 17-20-P-Skyringarmynd 3
  • 17-20-P-Skyringarmynd 2
  • 17-20-P-Skyringarmynd 4
  • 17-20-P-Snid A -1
  • 17-20-P-Snid B
  • 17-20-P-Snid C
  • 17-20-P-Sketchup 3