Ingólfstorg – Kvosin
2. verðlaun
Tveggja þrepa samkeppni 2012
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Samkeppni í samstarfi við AÍ
Samkeppni um uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur.
Með nýbyggingum og varðveislu er vettvangur fjölþætts borgarlífs styrktur og dyr opnast að endurnýjun lifandi borgar. Byggingararfleifðin með fulltrúa frá ýmsum tímaskeiðum vitnar um þróun borgarinnar og gefur umhverfinu sérstakt yfirbragð. Í tillögunni fléttast uppbyggingaráform og verndunarsjónarmið í sögulegu og lifandi umhverfi. Meginhugmyndin er finna vannýtt svæði innan borgarmassa til uppbyggingar og færa mælikvarða að eldri byggð.
Markmið tillögu er að bæta nýjum mælikvarða í byggð og tengja hið gamla smágerða hinu nýja stórgerða í fallega heild. Ennfremur að styrkja leiðir milli almenningsrýma, móta umhverfi þeirra í samfelld fjölbreytt bæjarrými og skapa forsendur fyrir blómstrandi starfsemi og mannlífi.