Hrólfsskálamelur

3. verðlaun

Tveggja þrepa samkeppni 2000

Verkkaupi: Seltjarnarnes

Samkeppni í samstarfi við AÍ

 

Árið 2000 efndi Seltjarnarnesbær til samkeppni um skipulag á Hrólfsskálamel. Í keppnislýsingu var tilgreint að svæðið, sem er í hjarta bæjarins, væri það síðasta á Seltjarnarnesi sem yrði skipulagt sem íbúðar- og þjónustuhverfi. Í umsögn um tillöguna segir m.a: “ Samkeppnisteikningar af byggðinni gefa fyrirheit um hlýlega byggð og sterkar arkitektóniskar lausnir í íbúðarhluta svæðis. Tillagan skilar vel ósk tillöguhöfunda um nútímalegar íbúðargerðir með útsýni, sólarbirtu og skjólsælum útirýmum, auk nálægðar við helstu þjónustu, verslanir og stofnanir bæjarins. Hlutföll þjónustubyggingar á svokölluðum ráðhúsreit eru vel útfærð og virkar samspil þjónustubygginga hvoru megin við Suðurströnd sannfærandi. Staðsetning þjónustuhúsnæðis á horni Suðurstrandar og Nesvegar styrkir einnig miðbæjarbrag í ásýnd svæðisins.”

  • Afstmynd
  • HRO.samk.3
  • HRO.samk.2
  • HRO.samk.1
  • Hrolfskalamelur samkeppni