Höfuðstöðvar Landsbanka Íslands

3. verðlaun

Tveggja þrepa boðskeppni 2007-2008

Verkkaupi: Landsbanki Íslands

Samkeppni í samstarfi við AÍ

 

Unnið í samstarfi við Teiknistofuna Tröð og MFF ehf. Teymið var valið til þátttöku að undangengnu alþjóðlegu forvali. Samkeppni um hönnun nýrra höfuðstöðvar Landsbanka Íslands í miðborg Reykjavíkur ásamt skipulagi aðlæga reita. Tillagan byggir á fjölbreytileika bygginga, gatna og torga sem einkenna gamla miðbæinn. Sköpuð eru ný skjólgóð og sólrík bæjarrými, samtvinnuð götum og torgum gamla miðbæjarins og útirýmum við Reykjastræti og Tónlistar- og ráðstefnuhús. Landsbankinn verður virkur og lifandi hluti borgarmannlífsins. Nýbyggingar laga sig að margbreyttu umhverfi. Í suðri nálgast mælikvarðinn eldri byggð Kvosarinnar, veggir bygginga eru ljósir. Í norðri er skapað öflugt mótvægi við nýbyggingar norðan Geirsgötu með háum dökkum veggflötum. Í vestri kallast bygging á við eldri reisulegar byggingar, s.s Eimskipafélagshúsið og Hafnarhúsið.

 • 1
 • 2_M_TEXT
 • 3
 • 4_lok
 • 5_lok
 • 6_rett
 • utlit3
 • SNID2
 • a
 • B
 • E
 • C
 • D
 • utlit3_seinnatrep
 • SNID2_seinnatrep
 • F