Háskólinn á Akureyri

Innkaup

Opin samkeppni 1996

Verkkaupi: Akureyrarbær

Samkeppni í samstarfi við AÍ

 

Samkeppni um hönnun og skipulag Háskólans á Akureyri. Viðfangsefnið var hönnun nýbygginga og aðlögun eldra húsnæðis á Sólborg að starfsemi háskólans ásamt heildarskipulagi háskólasvæðisins.

Skipulagshugmynd samkeppnistillögunar mótast af því sjónarmiði bæjarfélagsins að svæðið nýtist sem almennt útivistarsvæði og að uppbygging svæðisins muni ná yfir langt tímabil. Þetta endurspeglast í staðsetningu bygginga, stærð þeirra, formi og efnisvali. Áhersla var lögð á að fella byggð og skipulag að landslagi og eldri húsum Sólborgarsvæðisins og skapa nýtt og áhugavert samhengi bygginga og útisvæða.

Í umsögn dómnefndar um tillögu segir m.a.: “Útlit og yfirbragð húsanna og aðlögun að umhverfinu er vel leyst og gefur vísbendingu um góða tilfinningu tillöguhöfundar fyrir umhverfinu.”

  • afstmynd2
  • afstm
  • grunnm
  • utlit
  • utlit2
  • 3d
  • inni3d