Nýbygging Hæstaréttar Íslands

2. verðlaun

Opin samkeppni 1993

Verkkaupi: Íslenska ríkið

Samkeppni í samstarfi við AÍ

Samkeppnistillagan var fyrsta samstarfsverkefni Halldóru Bragadóttur, Helga B. Thóroddsen og Þórðar Steingrímssonar. Þar með var lagður grunnur að samstarfi sem leiddi til stofnunar Kanon arkitekta ári síðar. Úr umsögn um tillöguna: “Áhugaverð, viðkunnanleg og fíngerð lausn. Kostur er hvernig norðvesturhorni byggingar er lyft yfir aðalinngangi. Veggur sem gengur eftir endilangri byggingu og heldur utan um hluta garðsins er sannfærandi og er samofinn Safnahúsi. Heildaráferð og efnismeðferð utanhúss er jákvæð og gefur fyrirheit um fínlega og heilbrigða byggingartækni. Aðaldómsalur er virðulega staðsettur. Skábraut að bílgeymslu er vel staðsett. Þakgluggar að lestrarborðum í bókasafni og að inngangsdyrum í aðaldómsal eru áhrifamikil. Aðkoma og inngangur dómara er aðlaðandi, þar sem fer saman viðkunnanlegt samspil rýmdar, ljóss og skugga. Vinnuumhverfi dómara og annars starfsfólks er gott. Sniðmynd A-A sýnir næmi fyrir hlutföllum umhverfisins.”

 • 1
 • 7
 • A6
 • 10
 • A1
 • A2
 • A3
 • 12
 • 13
 • 5
 • 8
 • 3
 • 6
 • 2
 • 4