Grafarholt – samkeppni

2. verðlaun

Opin hugmyndasamkeppni 1996

Verkkaupi: Reykjavíkurborg

Samkeppni í samstarfi við AÍ

 

Árið 1996 efndi Reykjavíkurborg til samkeppni um skipulag Grafarholts. Tillaga Kanon arkitekta er grunduð á landkostum og eiginleikum staðarins og miðar að því að tvinna saman byggð og land í sterka og læsilega heild. Þannig gefst kostur á sveigjanleika í útfærslu án þess að raska góðu heildaryfirbragði.

Í umsögn um tillögu Kanon arkitekta segir m.a.: “Heildaryfirbragð tillögunnar er einfalt og sterkt. Höfundur gerir afar skemmtilega grein fyrir útfærslu einstakra reita hvað varðar aðlögun að landi og húsagerðir og er það einn aðalstyrkur tillögunnar.”

Ákveðið var að fá höfunda allra verðlaunatillagna til að vinna deiliskipulag á afmörkuðum svæðum Grafarholts. Kanon arkitektar voru fengnir til að deiliskipuleggja hluta vestursvæðis og í framhaldinu allt austursvæði heildarskipulagssvæðisins.

  • Grafarholt samkeppni REV
  • DEST3721
  • DEST3722
  • DEST3719
  • 1