Gamla höfnin og Örfirisey

Opin hugmyndasamkeppni 2009

Verkkaupi: Faxaflóahafnir sf.

Samkeppni í samstarfi við AÍ

Unnið í samstarfi við Teiknistofuna Tröð, EittA innanhússarkitekta og H2 hönnun.

Opin samkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar í Reykjavík.

Í tillögunni er stefnt að því að fjölbreytt fyrirtæki tengd sjávarútvegi og ferðaþjónustu fái svigrúm til uppbyggingar ásamt ýmsum menningar- og þjónustustofnunum landsmanna. Á jarðhæðum er að jafnaði gert ráð fyrir verslun og þjónustu og miðast landnotkunin við að skapa fjölbreytta starfsemi með flóru smáfyrirtækja í bland við stærri rekstrareiningar og stofnanir. Einnig verður gert ráð fyrir mikilli íbúða uppbyggingu. Samþætting nútíma húsagerðarlistar og borgarskipulagshugmynda fyrri tíðar er inntak hugmyndarinnar, þar sem fallega mótuð almenningrými, götur og torg, mynda meginlínur sem byggðin með fjölbreytta starfsemi lagar sig að.

  • FAXI_Orfirisey-grafik
  • FAXI_Orfirisey-afst.mynd
  • FAXI_Orfirisey-NYTINGOGAFANGAR
  • FAXI_Orfirisey-stem.mynd
  • FAXI_Orfirisey-verbúðamark2
  • FAXI_Orfirisey-snið&asynd
  • FAXI_Orfirisey-sjóböð