Stækkun Bókasafns Hafnarfjarðar

Innkaup
Opin samkeppni 2008
Verkkaupi: Hafnarfjarðarbær
Samkeppni í samstarfi við AÍ

 

Bókasafnið myndar sterkt kennileiti í miðbæ Hafnarfjarðar á vegamótum Reykjavíkurvegar og Strandgötu. Byggingin stendur andspænis Ráðhúsi Hafnarfjarðar og rammar inn Ráðhústorgið. Safnið gegnir því mikilvægu hlutverki í félagslífi bæjarins jafnt ytra sem innra. Viðbyggingin tengist núverandi byggingu í ásýnd og innra skipulagi og fellur vel inn í viðkvæmt umhverfi byggðar í hjarta Hafnarfjarðar. Inngangshliðin snýr að Strandgötu og opnast að Ráðhústorginu. Hún er mynduð úr stórum opnum flötum sem veitir sýn í líflega starfsemina. Bókasalirnir ljóma og veita kærkomna birtu inn á Ráðhústorgið er dimma tekur. Hliðin sem snýr að Austurgötu mótast af smærri húshlutum til að mæta stærðarhlutföllum eldri byggðar. Þannig leggst nýbyggingin varlega að hinu viðkvæma byggðarmynstri sem fyrir er.

 • afstodumynd
 • mynd2
 • mynd1_oklippt
 • mynd3
 • model2
 • model1
 • model3
 • model4
 • utlit1
 • utlit2
 • snid2
 • thersnid